15 ágúst, 2007

Grrrrrrrrr...

Ég hef löngum talið þolinmæðina með mínum stærstu kostum. Núna er ég bara á síðustu dropunum. Ég veit að það er ótrúlega mikið búið að gerast hérna hjá okkur þessa rúma 2 mánuði síðan við fengum afhent en...
  • Matarstellið samanstendur enn af pappadiskum, plastglösum, hnífapörum og nokkrum alvöru kaffibollum
  • Hvorki er búið að tengja ofn né helluborð
  • Tannburstun fer fram í eldhúsvaski
  • Gólfhiti ekki farinn að virka
  • Engin sturta
  • Engin þvottavél
  • Stofan er í rúst og það sem verra er, Kötlu herbergi líka
  • Allir gluggar á hæðinni gætu enn sómt sér í hryllingsmynd
  • Ég er með ógisslegt skordýrabit í hægri hnésbótinni, er hrædd um að einhver hafi týnt broddinum (og vonandi lífinu líka) við að narta í mig í Tívolí.

En á morgun kemur nýr dagur. Þá vopnast ég tuskum og gúmmíhönskum, jafnvel sandpappír og gluggasparsli og eyði svo kvöldinu í að taka upp úr kössum.. ef Gítarleikarinn verður svo sætur að færa mér nokkra af lagernum. Ef einhver vill vera með í tuskubardaga og/eða kassaupptíningi, verður kaffi, te og rauðvín á boðstólum (úr fínu, túrkísbláu plastglösunum frá Kolbrúnu í Amríku ef kristallinn kemur ekki upp úr téðum kössum).

Ég er enn á dönskum tíma svo að klukkan er farin að nálgast 2 hjá mér, held það sé kominn tími á kafbát................... (jebb, punktar og svigar í miklu uppáhaldi í kvöldruglinu) .

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er með þér í anda!! Mundi koma og hjálpa ef ég væri ekki vopnuð litlu barni :) KNÚS