19 ágúst, 2007

Til mömmu og pabba

Í tilefni af því að foreldrar mínir hafa bæst í hóp dyggra lesenda, ætla ég að setja inn nokkrar myndir úr Danmerkurferðinni okkar. Þið hin megið líka skoða :)
Rússíbanar voru mjög vinsælir í ferðinni, hvort sem var í Legolandi eða Tívolí.
Candyfloss var líka vinsælt á báðum stöðum..
Namminamm, fullt af bleikum sykri :P
Gíraffarnir í Givskud Zoo voru svo vinalegir að þeir kíktu næstum inn um bílgluggann hjá okkur.

Þarna hefur einhver annar en húsmóðirin kominst í myndavélina. Í fjarskanum hægra megin á myndinni sést glytta í svarta górillu, ef þessar tvær hvítu skyggja ekki of mikið á!

Það er ekki hægt að setja inn fleiri en 5 myndir í einu svo nú skipti ég um kafla.

Engin ummæli: