27 desember, 2007

Sykur lekur út um eyrun á mér

Sælgætislaus dagur í dag, eða hvað? Byrjaði vel á tei og skonsu. Smákaka í eftirrétt - það er ekki súkkulaði. En eftir smáköku er leiðin yfir í konfektkrukkuna ansi stutt, eða lakkrísskálina. Það er allavega til nóg af konfekti og lakkrís og smákökum og þá eru freistingarnar bara til að falla fyrir þeim. Gleðilega sælgætisdaga.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jammi nammi! Já svona eru kennarajól!

Gleðileg jól!

Nafnlaus sagði...

Eins og talaðu út úr mínum munni Marta! Klukkan er orðin 11:25 og ég hef ekki enn fengið mér svo mikið sem 1 Nóakonfektmola!!!! Sælgætislaus dagur eða hvað?..........held ekki!
Jólakvðjeur, Kolbrún í USA

Nafnlaus sagði...

Tekur því ekki að hafa sælgætislausan dag.. allt of stutt í næstu törn :) Og svo verður maður líka að klára nammið og kökurnar fyrir næsta ár! Hafið það gott um áramótin! Knús í kotið :)

Syngibjörg sagði...

Iss nei - njóta núna og taka afleiðingunum seinna.