21 febrúar, 2008

Sykurveikin

Ég er aftur dottin í súkkulaðipottinn, alveg á bólakaf. Ég sem var rétt ný búin að krafla mig upp á bakkann. Hefði átt að drulla mér alla leiðina upp á land. Ó, mig auma.

5 ummæli:

Birgitta sagði...

Ussuss - kannski einsgott því ég er að koma heim með eitthvað subbulaði í töskunni minn. Subbulaðið er sko merkt MARTA stórum, stórum stöfum ;)

Nafnlaus sagði...

Oh hvað ég elska súkkulaðipottinn!! Hættu að reyna að krafla þig upp á land og SYNTU í pottinum kona! Sjá upplýsingar um súkkulaði í nýjustu bloggfærslunni minni...........Knús, KBG Liyst

Nafnlaus sagði...

Mæli með rice krispies kökum með nóa kroppi og lakkrískurli... NAMMI NAMM!

Meðalmaðurinn sagði...

OMG - andlegur stuðningur my ass. Birgitta á heimleið með fulla tösku af peanutbutter súkkulaði frá Ameríku, KBG í Ameríku með súkkulaðifærslu í sínu bloggi og Arna með geðveika súkkulaðihugmynd..

Nafnlaus sagði...

Verð að bæta við súkkulaðiumræðuna. Við skötuhjúin gerðum vel við okkur í gær og keyptum Hafliðakonfekt í Mosfellsbakarí.. Og O.M.G. ég hef aldrei fengið eins gott súkkulaði á ævinni. Svo er það besta við þetta að það er að mörgu leyti hollara heldur en annað súkkulaði. Mæli með því að splæsa á sig sko alveg þess virði :)