18 júlí, 2008

Ég kíkti í garnbúðina hérna í firðinum fagra fyrir einhverjum 2 vikum með litlu systur sem er prjónainspírasjónin mín. Ég ákvað þarna á staðnum að slá tvær flugur í einu höggi, prjóna í fyrsta skipti lopapeysu og í fyrsta skipti á Gítarleikarann.




Það var glaður og stoltur Gítarleikari sem stóð á tröppunum í hádeginu í nýrri peysu á leiðinni á golfmót.

Það fyndna er, að ég fattaði þegar ég var langt komin með peysuna að þetta munstur var ég ekki að gera í fyrsta skipti. Ég valdi það nefnilega fyrr í vetur úr gamalla munsturbók, til að sauma litla prufu með gamla íslenska krosssaumnum. Á meira að segja mynd af henni í tölvunni minni því til staðfestingar:




Hvað ætli það verði næst... kannski veggteppi með áttblaðarósinni?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ógilega flott!

Birgitta sagði...

Algjört æði! Peysan kemur frábærlega vel út og gítarleikarinn pottþétt flottastur á golfvellinum ;)

Anna Malfridur sagði...

Æðisleg peysa!
Áttablaðarósin er endalaus uppspretta hugmynda og alltaf jafn klassísk. Ég notaði hana einmitt þegar ég prófaði rósaleppaprjón (og þ.a.l.myndprjón) í fyrsta skiptið.

Nafnlaus sagði...

Gítarleikarinn er alveg hrikalega fínn, ef hann vinnur ekki Golf mótið þá verður hann alla vega best klæddi keppandinn.

kv úr sólini í Kópo

Nafnlaus sagði...

Flottur!
Ég notaði áttablaðarósina einu sinni í ljósbláar og hvítar legghlífar.......;)

Syngibjörg sagði...

SKo þig, kláraðir hana á tilsettum tíma. Og hún er hrikalega flott.

ehemmm *ræsk* ég er ekki búin með peysuna, er á hettunni.