26 júlí, 2008

Minnistap

Keyrði fram hjá húsi áðan merktu Tónlistarskóla Bolungarvíkur. Fór þá að rifja upp þegar ég var að kenna við þann skóla, haustið 1990. Ég keyrði frá Ísafirði til Bolungarvíkur tvisvar til þrisvar í viku í fjóra mánuði. Samt get ég ómögulega munar hvað skólinn var til húsa þá. Ég man eftir stofunni og píanóinu sem ég kenndi á, nokkrum nemendum (sumir eftirminnilegri en aðrir eins og gengur) og stofunni þar sem við kenndum tónfræði. Mest man ég þó eftir hvað Skólastjórinn var alltaf með flottan rauðan varalit.

Hverju er um að kenna? Ötulli rauðvínsdrykkju í sumarfríinu eða bara því að þetta gerðist fyrir síðustu aldamót. Mérlístekkertá'etta..............

2 ummæli:

Birgitta sagði...

Þú veist að maður man ekki mikið úr frumbernsku. Ég held að málið sé að þú hafir bara verið svo hrikalega ung - ert rétt skriðin yfir tvítugt núna svo það hlýtur að vera ;)

Nafnlaus sagði...

....ógod! Ertað meinetta? Kíktu á mína færslu og sjáðu hvernig komið er fyrir mér....gildir greinilega fyrir hvítvínsdrykkju líka...!