28 júlí, 2008

Gítarleikarinn spyr mig stundum um svo skrítna hluti að ég get ekki einu sinni munað það. Þýðir lítið að bera fyrir sig minnisleysi úr frumbersku þar sem þetta hefur ágerst síðustu árin. Ég man þó eitt atriði, eins og gerst hafi í gær (enda gerðist það í gær):

Við vorum að keyra heimleiðis til Reykjavíkur frá Ísafirði, slatti af börnum í bílnum, hjól, golfsett, basilika og Hneta í búri. Hnetu annaðhvort leiðist í bíl eða er bílveik, veit ekki hvort er. Hún mjálmar samfellt lengst neðan úr iðrum allan tímann sem hún er vakandi og pirrar samferðarfólk. Stubburinn var orðinn leiður á þessum óhljóðum, enda ekki með tröllaheyrnartól á eyrunum eins og stóra systir. Þegar Gítarleikarinn var orðinn leiður á þessu stöðuga murri og tuði úr aftursætinu, rykkti hann hausnum í átt til mín þar sem ég sat alsaklaus í framsætinu og spurði:

G: Áttu ekki svona þarna.... (hann er mjög gjarn að byrja á spurningu og klára hana ekki)
É: Hvað?
G: Æji svona þarna þú veist...
É: (hvæsandi) nei ég veit ekki
G: ..svona svampa til að setja í eyrun
É: Ha, eyrnatappa?
G: Já einmitt, áttu ekki eyrnatappa fyrir hann svo hann þurfi ekki að hlusta á mjálmið í kettinum?

Ég var alveg stúmp - ég hef aldrei á ævinni átt eða notað eyrnatappa. Svo spyr hann mig eins og þetta sé jafn sjálfsagður hlutur og tyggjó.
Hann heldur greinilega að ég sé Mary Poppins.

5 ummæli:

Birgitta sagði...

Versta við svona uppákomur er samt þegar maður actually er með fáránlega hlutinn sem viðkomandi biður um.

Nafnlaus sagði...

ha ha ha!

Nafnlaus sagði...

Endemis! Gott að kunna undirstöðuatriðin í táknmáli þegar þið verðið bæði orðin töppuð við stýrið!

Anna Malfridur sagði...

Hehe, sá alveg sjálfa mig þarna. Hildur er ferlega pirruð á því að ég klári ekki setningar sem ég byrja á og er búin að setja mig í þjálfunarbúðir til að láta mig æfa mig í því að klára setningar...

Annars kynnti vinkona mín fyrir mér þessa frábæru uppgötvun, eyrnatappana fyrir stuttu! Mér hafði aldrei dottið það í hug sjálfri að nota þá :)

Syngibjörg sagði...

*fliss*