19 september, 2007

Teflt á tæpasta vað

Já, ég lifi hættulegu lífi. Ég hef nefnilega bitið það í mig að áframsenda aldrei póst sem hótar mér óhamingju, örkumli og vinamissi, áframsendi ég hann EKKI. Samt er ég mjög hamingjusöm, á fullt af vinum og nóg af peningum. En ef það fer að halla á ógæfuhliðina hjá mér, þá vitið þið hvers vegna....

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er líka tilgangslaust að senda mér svoleiðis bréf! Þó fæ ég mörg í hverjum mánuði!!
Man líka eftir því þegar ég var að slíta bréfakeðjurnar í gamla daga...

Nafnlaus sagði...

Sammála!!!

Anna Malfridur sagði...

Sammála og það mjög svo!!!
Sleit líka alltaf keðjubréf í gamla daga þó stundum hafi ég virkilega ætlað að láta þau ganga. Fékk s.s. aldrei haug af tyggjói, sokkum eða öðru sem átti að streyma inn um lúguna hjá manni.