05 mars, 2008

Bót...

..ekki í máli, heldur á buxum. Þegar Stubbalingur kom heim fjórða daginn í röð með gat á hné, fór mamman og keypti bætur. Í draslhornið voru þegar komnar þrennar buxur með gat á hné og einar náttbuxur sem voru orðnar kloflausar.
Búin að strauja bætur á fernar og festa í vél til öryggis, restinni verður rimpað saman í saumavélinni.
Átta buxur á dag koma skapinu svo sannarlega í lag !!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvar fékkstu flottar bætur?...sama vandamál hér á bæ!

Meðalmaðurinn sagði...

Er svo heppin sem nemandi í textíldeild KHÍ að eiga aðgang að pínulítilli heildsölu í bænum. Síðast þegar ég fór og keypti útsaumsdót rak ég augun í bæturnar og keypti nokkar. Svo sá ég bætur í Hagkaup í Kringlunni, prjónadeild ;)