10 maí, 2008

Muna að tala skýrt!

Stubbalingur þeytist um á hlaupahjólinu á meðan mamman og miðjan stússa í pizzugerð. Hann býður ítrekað fram skutl og aðstoð. Endar með að mamman segir ofan í deigið:
- Já takk fyrir það, en ég ætl'að fá'að kall'í'ðig
- Ha??
- Ég ætl'að fá'a kall'íðig ef mig vantar hjálp
- Ha???
(mamman sem sótti uppeldisnámskeið í vetur ákvað að nota taktana frekar en að missa sig, snýr sér að drengnum og horfir á hann á meðan hún segir hátt og skýrt):
- Ég ætlA að fá aÐ kallA í þig EF ég þarf hjálp
- Ahh, já, hehe, já, kalla í mig, ég hélt þú hefðir verið að segja að þú ætlaðir að fá kall í mig, þú veist, svona eins og aksjón kall eða þannig.....

5 ummæli:

Birgitta sagði...

Fliss - algjört yndi þessi drengur þinn.

Nafnlaus sagði...

Ha ha ha....blessuð börnin :o)
Kv. Kolbrún

Nafnlaus sagði...

Elsku frænka, gaman að lesa um ykkur og fuglana..... Já og thirty something blúsinn, fourty something blúsinn er verri..... Nú er bara harkan á litla örverpinu mamman orðin svo þreytt að krílið er sett í sitt rúm á meðan stóru bræðurnir fengu alltaf að koma uppí.... fær að borða það sem hún vill.... og guð minn góður hvað ég á eftir að mæta sjaldan í sveitaferðir og og og .... held að ég sé bara búin með kvótann.
Bestu kveðjur að norðan, Dísa

Syngibjörg sagði...

góður;)

Syngibjörg sagði...

góður;)