14 júlí, 2008

Tveggja plana dagur

Við fjölskyldan ákváðum seint í gærkvöldi að dagurinn í dag yrði helgaður fjallgöngu og sundferð. Dagurinn heilsaði okkur hinsvegar ekki bara með rigningarúða heldur þoku sem nær nánast niður í fjöru. Svo börnin eru bara að horfa á Harry Potter, Gítarleikarinn að undirbúa golfmót og ég að ekkertast (sem er annað nafn yfir að sinna börnum, heimilisstörfum, prjónaskap, bóklestri, tölvukíkki....)

Hitt planið var mitt eigins, að halda sykurlausan dag hátíðlegan. Eina sem gæti skemmt það er matarboðið hjá litlu systur í kvöld. Sjáum hvað setur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fékkstu nokkuð hörfræ í eftirmat....kommonn!

Birgitta sagði...

Sykurlaus smykurlaus...