04 apríl, 2006

Jájájá...

Eftir að börnin mín fæddust hef ég aldrei verið í fullri vinnu. Ýmist í námi eða hlutastarfi. Þegar ég var einstæð móðir vann ég rúmlega 80%, fyrir utan svörtu vinnuna. Oft á tíðum hef ég hálfpartinn verið að afsaka mig fyrir að hafa svona lítið fyrir stafni á meðan vinkonurnar voru á fullu í námi, framapoti og barneignum (þær byrjuðu svo seint að eiga börn - eða ég svo snemma).

Allt er breytt. Ég er í erfiðri taugatrekkjandi vinnu, kem skapvond heim og fer þá beint inn í herbergi að læra. Ég er orðin allt sem ég ætlaði mér ekki.... meira seinna, er að fara að sjá söngleikinn í Hlíðaskóla, það verður nú gaman!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hmmmm, beint inn í herbergi "að læra" - er eitthvað sem þú ert ekki að segja mér...???
B