24 apríl, 2006

Tilbrigði við vor

.. og þar með lýkur síðasta innskoti vetrarins. Það var óneitanlega fallegt að koma út klukkan hálf-sex í morgun, blankalogn og hvítt yfir öllu, öll tré hvít. Vitandi það að þetta myndi varla endast út daginn sópaði ég glöð af bílnum. þegar ég labbaði heim klukkan að verða 2 í dag var líka allur snjórinn farinn.

Únglíngurinn minn fór með vetrinum, ástæðan fyrir því að ég var svona óvenju snemma á fótum. Vona að veðrið leiki við hana þessa viku í Danaveldi. Ef þú lest þetta mín kæra, þá bið ég kærlega að heilsa Ninu og fjölskyldunni hennar, vona að þau séu góð við þig :)

Engin ummæli: