05 apríl, 2006

Móðir, kona, meyja

Finnst ég vera farin að halda framhjá fjölskyldunni minni með tölvunni minni. Ekki góð þróun. Ég hætti á sínum tíma að misnota sjónvarpstækið, hlýt að geta breytt þessari þróun líka.

Ætla ekkert að halda áfram með færslu gærdagsins.. hún var eitthvað svo leiðinleg. Ætla bara að halda áfram að vera góð móðir og ekki með samviskubit. Skil bara ekki hvað dætur mínar geta stundum rifist mikið, eins og þær eiga góða móður...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg viss um að það verður slökkt á tölvunni þinni í allt heila sumar!!! Og þú munt bæta fjölskyldunni þetta afskiptaleysi upp, svo vel að þau fá nóg af þér ;).
B

Nafnlaus sagði...

Nema hún taki sumarkúrs.

Nafnlaus sagði...

Já, þú segir nokkuð... :o).
B