03 janúar, 2007

Niðurát

Og þá er bara að borða sig niður. Það getur nefnilega verið hættulegt að hætta of snögglega, það er allavega mín speki þessa dagana. Ég ætla að byrja á að:

1. Hætta að éta súkkulaði eins og mér sé borgað fyrir það (frekar eins og ég borgi fyrir það)
2. Hætta alfarið að borða eftir miðnætti.
3. Minnka át á unnum kjötvörum, s.s. hamborgarhryggjum og hangiketi

Kannski ég kóróni bara heilsuátakið með því að fara að sofa FYRIR miðnætti, það eykur líkurnar á að mér takist að halda 2.reglu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Híhí :o) - gangi þér vel!
Sendi sko kallinn eftir súkkulaði í gær, mitt var allt búið og ég var komin með alvarleg fráhvarfseinkenni. Borgar sig ekki að taka þetta of skart!
B