16 janúar, 2007

No regrets!!

Ég er loksins að fatta þetta. Enda komin á fertugsaldurinn og ekki seinna vænna. Ég veit af hverju konur klæða sig í óþægileg föt. Ég set þægindin ávallt í fyrsta sæti, en hef komist að því að það getur sko komið manni í koll. Tökum laugardagskvöldið sem dæmi. Ég fór auðvitað í kjól sem er nógu víður yfir ístruna til að ég geti borðað allt sem fram er borið og drukkið allt þetta góða vín með. Engar nælonsokkabuxur með því takk. Ég fer í skóna mína sem eru ekki bara uppreimaðir, sléttbotna og með breiðri tá, heldur líka nógu stórir til að innleggin mín passi í þá. Með þessu móti get ég dansað eins og fífl án nokkurra hafta eins lengi og mig lystir. En ég læt þetta ekki duga því að ég set líka í kæruleysisgírinn um leið og ég geng inn í salinn og ákveð með sjálfri mér að þetta kvöld sé ég með skemmtilegri manneskjum í húsinu sem helst enginn megi missa af að taka eftir.

Svona eftir á að hyggja, miðað við kreðsuna sem ég var að djamma með, hefði ég betur troðið mér í shock-up upp að brjóstum, verið í támjóum háhæla skóm og fengið mér gerfineglur. Þá hefði ég líklega verið þess eins megnug að hanga í handlegg eiginmannsins megnið af kvöldinu og mesta áræðnin hefði verið að kreista fram bros þegar ég var kynnt náðarsamlegast fyrir einhverju mikilmenninu úr fjármálageiranum. Vona bara að hann verði ekki rekinn úr þessari annars ágætu vinnu fyrir að eiga svona ósettlega konu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Uss, hinir hafa dauðöfundað hann fyrir að eiga svona lifandi og skemmtilega frú meðan þeir voru einmitt með sína límda á handleggnum með gervibrosið (og neglurnar).
B

Nafnlaus sagði...

Þú ert sko LANGflottust!!! Rock on hermannaklossar!!;)

Nafnlaus sagði...

...þekki eina sem skellti á sig gervinöglum fyrir djammið. Svo fór hún á klósettið og þurfti að hysja upp um sig sjokkoppið - með þeim afleiðingum að ein nöglin skaust undir hurðina og út á gólf!!

Gaman að koma svo út af settinu!!!!

Syngibjörg sagði...

Mér finnst þú alltaf lekker og smart- líka á flatbotna.