04 janúar, 2007

Árangur gærdagsins


Jæja. Yndislegi únglíngurinn minn sá til þess að ég færi ekki of geist í niðurátið. Hún bakaði þessa líka frábærtu súkkulaðiköku í gær, namminamm...
Yngri systkinin sáu svo til þess að ég færi ekki að sofa fyrr en langt eftir miðnætti sem endaði nottla með því að ég braut 2.reglu, því að loksins þegar Stubbalingur var sofnaður var ég orðin svo andvaka að ég bara neyddist til að fara fram og fá mér kökubita og mjólkursopa. Það var nú ljúft.

En í dag er nýr dagur og enn er til nóg af köku!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við hefðum getað startað saumaklúbbi í nótt ef við hefðum vitað hver af annarri......s.s margir andvaka í nótt!

Syngibjörg sagði...

vaaaaaaáá en girnileg hefði skil alveg að þú hafir freistast í hana í nótt. Það eru greinlilega margir andvaka þessa dagana - ég líka.

Syngibjörg sagði...

Æi hvað er þetta "hefði" að þvælast þarna með. s.s. sleppa því.

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár sæta fjölskylda... en úff hvað ég skil þig vel, enda er maginn á manni eins og ruslagámur eftir jólin, screaming for food!!
En alveg kominn tími á okkur.. höfum ekki hisst for ages...
Kossar og knús