18 janúar, 2007

Pæling

Hvað er málið með klósetthreinsi? Ég fer aldrei sérstaklega í búð til að kaupa mér klósetthreinsi, hvað þá að ég leiti í hillunum eftir akkúrat þessum eina rétta. Ekki ligg ég heldur yfir klósettinu og horfi ofan í það til að sjá hversu vel nýji sjálfvirki klósetthreinsinn minn virki. Nú eða bjóði saumaklúbbnum inn á bað að finna nýju lyktina. Bara búin að liggja í sjónvarpsglápi í kvöld....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Klósetthreinsiauglýsingar fara í sama flokk og dömubindaauglýsingar, ég hugsa aldrei -Akkúrat það sem mig vantar- það er frekar -Skelfilega er þetta halló auglýsing, ég kaupi þetta sko ekki- Nema þetta eigi að vera öfug sálfræði.

Nafnlaus sagði...

Klósettburstar eru neikvæðasta áhugamál sem ég á! Mér er sko ekki sama hvernig þeir eru, hvort þeir eru gamlir eða nýir, litlir eða stórir!!!!! Samt vil ég alls ekki sjá þá þegar ég fer á klósettið!!

Ég hef lent í því að kaupa nýjan klósettbursta í bústaðinn okkar tvö sumarfrí í röð (var búin að gleyma því í millitíðinni) og núna keyri ég um með tvo skrúfanlega klósettburstahausa úr Ikea í skottinu - því þeir pössuðu ekki á neitt skaft sem ég átti hérna heima....

Ég er að drukkna í klósettburstum ....og mér finnst þeir ógeð!!!!

ps. Ég byrja nú ekki einu sinni að tjá mig um lyktina af þessum hreinsum öllum.....