05 ágúst, 2007

Verslunarmannahelgi?

Eftir þriggja vikna dvöl í sumarhöllinni var ég orðin svo brún af útiveru að ég var orðin samkeppnisfær við móður mína.
Svo fór ég suður.
Þar tóku við þrjár samfelldar vikur sem ég var hulin steypuryki, sagi og málningarslettum. Þegar ég náði loks að þrífa það af mér tók ég eftir að brúnkan mín var ekki bara rykfallin, heldur nánast horfin út í buskann.
Fúlt.
En við erum blessunarlega flutt inn, svo brúnkan fór ekki fyrir lítið. Gólfin eru falleg, veggirnir hálf málaðir, klósettið hurðar- og sturtulaust, svefnherbergið ekki tilbúið, ísskápurinn er tengdur en ekki frystiskápurinn, borðplatan er komin upp en ómeðhöndluð, ofn og helluborð ótengd en grillið stendur úti á svölum, enn er búið við skrínukost.
Allir gluggar á hæðinni eru ljótari en mygluð pizza.

Enginn iðnaðarmaður hefur komið hérna inn fyrir dyr eftir að Gunnar kraftaverkasmiður og parketpússararnir fóru héðan um miðjan dag á fimmtudag. Við fjölskyldan höfum nýtt tímann síðan þá í að hreiðra um okkur og gengur það bara vel.
Þrátt fyrir góðan anda í húsinu og gleði í hjarta fjölskyldumeðlima er Stubbalingur farinn að hend dóti niður stigann. Best að tékka hvað er í gangi...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að þú ert orðin nettengd aftur :)

Nafnlaus sagði...

Bara snilld - íbúðin ykkar er svo falleg og þetta verður svo kósí og geggjað hjá ykkur að það hálfa væri alveg nóg :).
Til lukku aftur :).

Nafnlaus sagði...

Til lukku með pleisið,(kannast við að búa svona...) kíkjum á ykkur eftir prófið mitt!!
Helga Bryndís og co.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera flutt inn!