18 september, 2007

Klikkun

Stend hérna yfir pottunum á þriðjudegi að malla gúllas ofan í ungana mína, er að spá í að skella í kartöflumús líka, nei ekki úr pakka! Gítarleikarinn í útlöndum, eflaust farinn út að borða á einhvern ægilega flottan stað og þarf hvorki að elda né vaska upp. En, mest langar mig í rauðvínsglas. Hvort er ég klikkuð eða rugluð? Eða var ég kannski Frakki í fyrra lífi? Tekur því allavega ekki að opna flösku fyrir mig eina svona á þriðjudegi, bíð með það eitthvað frameftir vikunni.
Og er ekki Nigella farin að elda í sjónvarpinu mínu, ekki var það nú til að minnka löngunina. Hún er nefnilega einstaklega rauðvínsleg kjellan!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það má alltaf setja tappann í flöskuna og smá sötra út vikuna ;)... Geymist alveg í rúmlega viku!!! Láttu mig þekkja það :) En sonur þinn er heimsins mesta krútt!!!!

Birgitta sagði...

Þú þarft að byrgja þig upp af svona einsmannsrauðvínsflöskum í fríhöfninni :o).

Nafnlaus sagði...

Eða taka þetta með stæl og hafa opinn kút í nýja eldhúsinu - þar er nú alltaf að skána þetta kútavín!:)