27 nóvember, 2007

Aumingjans ég

Við Stubbalingur "skautuðum" í leikskólann í hálkunni í morgun. Það glitraði og stirndi á héluna á götum og gangstéttum og við sáum saltbílinn sprauta salthnullungum á göturnar. Þegar við komum upp á Rauðu hrúguðust krakkarnir í dyrnar að taka á móti okkur. Einn sagði okkur frá svuntunni sem hann kom með í piparkökubaksturinn, annar sýndi okkur kúrekahattinn og ein stelpan sýndi okkur hvað bleika pilsið hennar var rosalega sítt. Mig langaði mest að fara inn og taka þátt í leiknum, perla og kubba og syngja. Á eftir á að baka piparkökur og svo verður farið í heimsókn á Droplaugarstaði.
Ég þurfti hinsvegar að hundskast heim og læra setningafræði og bókmenntafræði og.. stundum getur verið ömurlega leiðinlegt að vera fullorðinn :(

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aumingja þú! Ég skal sko alveg vorkenna þér :) Sit einmitt í þessum töluðu orðum og aumingjast yfir þessu myrkri... samt er ég í fæðingarorlofi og þarf ekkert að gera!!!

Syngibjörg sagði...

Og blessuð börnin sem eru alltaf að flýta sér að verða fullorðin vita ekki hvað þau hafa það gott.