08 nóvember, 2007

Blámann

Nú þarf ég að leita ráða hjá ykkur, kæru lesendur!´
Málið er það að ég keypti mér þessar fínu gallabuxur í GAP þegar ég var í útlöndum. Snilldarbuxur og eins og sniðnar á mig. Nema, þær eru alveg dökkbláar og var varað við að þær gætu látið lit. Núna er ég búin að þvo buxurnar þrisvar eða fjórum sinnum og enn eru þær að lita. Hendurnar verða bláar og ekki get ég verið í ljósu að ofan. Tók líka eftir því áðan að eldhússtóllinn sem ég sit oftast í var kominn með bláa slikju, ekki gott. Vona að einhver kunni gott ráð!

2 ummæli:

Birgitta sagði...

OMG - það er sko ekki gott! Hefurðu prófað saltið?
Ég myndi prófa að hringja í Levisbúðina og bera vandamálið upp við þá, sleppa því bara að minnast á Gap ;).

Nafnlaus sagði...

notaðu edik í skolvatnið það festir litinn kv.vestfirðingur