01 nóvember, 2007

Varúð

Sem ég kúrði í turninum á Seljalandi í veðri svo brjáluðu að rúmið hristist, varð mér hugsað til starranna minna á Háteigsveginum. Sá þá fyrir mér í álíka veðri, fjúkandi til og frá, lamdir sundur og saman af hagléli og slyddu, frosnir á tá og trýni.
Frostbarðir fuglar. Hvergi skjól að fá.
Síðan ég kom heim um miðjan dag í gær, hef ég ekki heyrt eitt einasta fuglstíst. Held svei mér þá að mér hafi tekist að drepa þá með hugarorkunni einni saman.

...passið ykkur bara!!

3 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Ó mæ god, eins gott að senda þér hlýjar hugsanir, já hurru mín kæra, eins gott þú sendir ekki neina drauga á mig er nefnilega búin að setja uppskriftina af vetrarsúpunni á bloggið.

Birgitta sagði...

Úúúúú krípí!

Nafnlaus sagði...

Vú! Hljóp eitthvað í þig í föðurhúsunum? Ekki að spyrja að Vestfjörðunum....!