06 nóvember, 2007

Hvusslags erðetta eiginlega?

Svo ég noti orð Tóta afa hérna í denn, þá er ég bara alveg BIT á þessu veðri. Hver dagurinn af öðrum tekur á móti manni með úrhellis rigningu, slagviðri og roki. Ég er ekki dyggur hlustandi veðurfrétta, en finnst ég alltaf heyra "búist er við stormi...", þegar ég kveiki á útvarpinu. Eins gott að ég komst aðeins í snjóinn þarna fyrir vestan, annars væri ég líklega farin að grænka á endunum.

Og þetta með að vera bit, eru fleiri sem kannast við þetta orðatiltæki? Man eiginlega bara eftir að hafa heyrt afa nota þetta.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Móðursystir okkar segir alltaf að hún sé hissabit.

Nafnlaus sagði...

þetta er vestfirska og þýðir að vera hissa ömmur mínar og afar notuðu þetta orð og líka nær ferðu og nær kemurðu og slepptu hve.. fyrir framan
kveðja gamall vestfirðingur

Birgitta sagði...

Ég þekki þetta vel (og hef aldrei komið á Vestfirði ;)). Að vera bit og hlessa, man reyndar ekki hver í kringum mig notaði þetta.

Nafnlaus sagði...

Að vera bit þekki ég líka mjög vel. Amma notar þetta mikið (reyndar að vestan..) og ég held að ég noti þetta bara líka!!
Ég hef aldrei heyrt þetta "nær" notað - en þekki brandarann:
Maður: Nær kemur Esjan?
Hinn maðurinn: Já hún kemur nær og nær!

Meðalmaðurinn sagði...

ég man líka eftir hlessa.. og nær, það er ekta vestfirska ;)