11 mars, 2008

Hrósur - góðar fyrir sálina!

Segi bara eins og Bubbi: "Dagarnir fæðast andvana". Allavega er það tilfinningin sem ég hef þessa dagana, finnst mér ekki verða neitt úr verki. Kannski ætla ég mér bara of mikið.
Veit ekki.
Þarf að byrja aftur á Hrósunum sem við Birgitta störtuðum í mesta skammdeginu. Mæli með þeim fyrir alla, konur og kalla. Finna eitthvað á hverjum degi til að hrósa sjálfum sér fyrir í staðinn fyrir að vera alltaf að eltast við það sem maður ætlaði að gera en gerði ekki. Jákvæð styrking, eins og þeir tala um í uppeldisbókunum.
Held að ég fái Hrósur í dag fyrir að hafa komið við í Suðurveri í morgun og keypt mér góðan kaffibolla eftir foreldraviðtal vegna Stubbalings.
Heitt kaffi í pappamáli í köldum bíl - hrikalega gott! Svo var líka alveg ástæða til að fagna eftir þetta fína viðtal, drengurinn er auðvitað snillingur og ekkert annað.

Þeir sem vilja gefa sjálfum sér Hrósur í kommentakerfinu mínu, er það velkomið!

4 ummæli:

Birgitta sagði...

Ég ætla að gefa mér vikuskammt af hrósum fyrir að vera sífellt duglegri við að pota bitinu útí buskann ;).

Nafnlaus sagði...

Tók til í geymslunni og hananú!!!

Nafnlaus sagði...

Ó - ég sem er alltaf á leiðinni að kíkja við í kaffi! Gríp kannski með mér pappamál einhvern daginn!

Nafnlaus sagði...

Ég á hrós skilið í dag fyrir að opna páskaeggið mitt 9 dögum fyrir páska, en það hefur nú bara aldrei gerst fyrr skal ég segja þér! Afrek út af fyrir sig!