04 mars, 2008

Var einhver að kvarta yfir IKEA?

Æji, grenjandi rigning. Ekki er það nú gott ofan í vetrarblúsinn. Er samt loksins að lagast í maganum - svo eitthvað hefur rauðvínið haft að segja þó það tæki smá tíma.

Við Gítarleikarinn ákváðum að láta verða af því að kaupa okkur bókahillur úr IKEA í stofuna - þrátt fyrir andúð hans á því fyrirtæki. Ákvörðunin var tekin yfir pottunum á sunnudagseftirmiðdegi. Seinna um kvöldið kíki ég á ikea.is og sé að þeir eru með pöntunarþjónustu. Ókei, best að prófa.
Þetta var semsagt á sunnudagskvöldi, núna er þriðjudagsmorgun og hillurnar eru uppsettar í stofunni, á bara eftir að festa þær endanlega á vegginn og raða í. Ójá!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jahérnahér!!!! Ef maður ætlar einhvern tímann að gefa IKEA séns aftur þá prófar maður sko pottþétt þessa leið. Greinilega allt hægt í netheimum :)

Birgitta sagði...

Lengi lifi IKEA!!!

Nafnlaus sagði...

Bíddu - koma gaurar heim og smella upp?

Nafnlaus sagði...

kusslass kvitt eretta orðið.....

Meðalmaðurinn sagði...

nojts, bara skelltum okkur í þetta strax um kvöldið, Gítarleikarinn og ég. Maður er nú ekki með mastersgráðu í IKEA samskrúningum til að nota hana ekki!

Nafnlaus sagði...

Pöntunarþjónustan rokkar. Hún hefur reynst mér bílleysingjanum vel auk þess sem hún kemur í veg fyrir að maður versli allskonar aukadót sem maður vissi ekki að mann vantaði... ;)