25 ágúst, 2008

Back to reality

Hefum löngum dáðst að systur minni, kennaranum, hversu skynsamlega skipulögð hún er. Gengur að títuprjónum jafnt og einkunnaspjöldum sona sinna á vísum stað. Auk þess lætur hún sér ekki nægja að kaupa merkimiða með nöfnum drengjanna og símanúmeri, hún saumar þá líka á.

Það er því ljóst að ég er komin á síðustu metrana í mínu kennaranámi. Sat í gærkvöldi með fangið fullt af húfum, vettlingum og jökkum og saumaði í það miðana sem systir mín pantaði einu sinni fyrir mig og færði mér. Held að það séu alveg komin 3 ár síðan.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góóóóð! Ég er búin að kenna svo lengi að ég er byrjuð að skrifa á hvítu miðana aftur!!!