23 ágúst, 2008

Menningar hvað

Matarboð í kvöld. The Usual Suspects. Ætlaði aldeilis að vera skipulögð, lagði lundir í krydd, saxaði grænmeti, græjaði sósuna. Allt reddí og kíkja svo í bæinn og redda eldamennskunni á hálftíma - Tónleikarnir í bakgarðinum byrja um sjö svo það er matur um sex.
Þegar ég leit út um gluggann um hálf-fjögur var skollið á með ekta Reykjavíkurveðri sem hefur reyndar ekki sést í háa herrans tíð. Rok og rigning punktur is. Ósköp er notalegt að vera bara inni og stússa í matseld.

Ef veðrið lagast ekki getum við hlustað á tónleikana án þess að blotna inni í stofu. Þurfum ekki einu sinni að opna út á svalir.

4 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Rosalega ertu heppin að eiga svona bakgarð, með sjálfspilandi tónlist og allt.

Birgitta sagði...

Algjör snilld - frábært líka að geta flúið veðrið án þess að leggja í langferð.

Nafnlaus sagði...

Strætóinn minn fór framhjá húsinu þínu...!!!!

Meðalmaðurinn sagði...

Jebb passar, I'm in the middle of everything!!