13 ágúst, 2008

Með sparsl í eyrunum

Bloggleysi undanfarinna daga má kenna of miklum samskiptum við kíttitúpur og málningardollur á kostnað þeirra mannlegu. Til að bæta úr því er ég búin að plana matarboð annaðkvöld og á föstudagskvöldið og er því óðum að taka gleði mína á ný.
Ástæðan fyrir því að ég held sönsum eru tveir sex ára guttar sem kæta mig stöðugt með samræðum sín á milli. Þeir eru svo fyndnir að ég gleymi nánast jafnóðum hvað þeir eru að bulla.
Og þó...
Stubbi sá lítið barn skríða á veitingastað og sagði systur sinni unglingnum að hún mundi nú einhverntíma eignast svona krúttlegt lítið barn. Þegar ég spurði hann hvort hann ætlaði ekki sjálfur að eignast börn þegar hann yrði eldri, svaraði hann:

"Jújú, en það er ekki eins og ÉG eignist krakkann. Ég rétti bara mömmunni eggið".
Æji þetta er svo krúttulegt að ég ætla ekkert að útskýra fyrir honum strax að hann fær ekki einu sinni að ráða yfir egginu...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAHA! Leyfum honum að halda sakleysinu fram að jólum allavega!

Birgitta sagði...

Juuuu :o) - Langsætastur! Væri gaman að fá að vita hvernig hann sér þetta fyrir sér.

Anna Malfridur sagði...

Æði, svona setningar eru algert gull :)