31 ágúst, 2008

nennissiggi...

Það er bara með ólíkindum að barn sem heitir Rökkvi sé svona myrkfælinn. Ekki bara það, heldur á hann mjög erfitt með að sofna og er lengi að því svo hann hefur eilífðartíma til að hræðast. Hvað er til ráða?
(Er búin að prófa ýmislegt í gegnum tíðina)

10 ummæli:

Birgitta sagði...

Hann gaf nú lítið út á mín ráð þegar hann gisti hérna kallinn ;).
Telja kindur?? Mjúkar, fallegar og góðar kindur...

Meðalmaðurinn sagði...

Virkar ekki að telja. Hann var búinn að vera hljóður ansi lengi eitt kvöld í síðustu viku og ég hélt að hann hefði bara sofnað, alveg óvart og gleymt að vera hræddur. Svo heyrðist allt í einu:
Mamma!! Ég er búinn að telja upp að þúsund, ég vissi ekki að ég kynni að telja upp að þúsund!
Ekki gæti ég haldið mér vakandi uppi í rúmi klukkan að ganga ellefu við að telja upp að þúsund...
(Vissi samt ekki að hann væri hrifinn af kindum, gefur yfirleitt lítið út á dýr)

Birgitta sagði...

Mitt ráð til hans var nú bara að loka augunum og hugsa um eitthvað fallegt. Það virkaði ekki punkt ;).
Þetta með kindurnar hefur reyndar eitthvað með augnhreyfingar að gera - það að "horfa" á þær hoppa yfir grindverk (eða eitthvað annað) á víst að róa mann.
Sel það ekki mjög dýrt...

Nafnlaus sagði...

Finn alltaf til samkenndar með myrkfælnum börnum..sérstaklega ef þau búa í húsi þar sem fuglar hafa til skamms tíma átt greiðan aðgang að inniverunum! 'U'U'U'Uúúúúú!

Anna Malfridur sagði...

Hildur var myrkfælin á tímabili þegar hún var lítil. Ég hafði hjá henni svona næturljós, sem lýsir notalegri birtu og svo hlustaði hún á tónlist á meðan hún var að sofna.
Þetta lagaðist með tímanum. Hún sofnar að vísu ennþá við tónlist :)

Nafnlaus sagði...

Nornin í nornabúðinni er sniðug kelling með alls konar trix :)

Nafnlaus sagði...

Vúuuuuuuuuúúú!

Meðalmaðurinn sagði...

Hann á stein sem var sérvalinn fyrir hann af honum sjálfum og búðarkonunni í Nornabúðinni á Ísafirði. Hann segir að hann virki ekki, hann sé SAMT hræddur!

Syngibjörg sagði...

Við þessu á ég ekkert ráð, því miður. Vona að ykkur gangi vel.

ps. er ekki til einhver Einars Áskels bók um myrkfælni? eða er hann vaxinn upp úr henni.

Nafnlaus sagði...

Hann er líka bara snillingur! Lætur sko ekki plata sig :)