17 september, 2008

Leki

Forsetasvalirnar fylltust af regnvatni í nótt. Vatnið lak svo inn með hurðinni og lagði af stað niður stigann, komst alla leið niður í andyri. Manni hefnist fyrir að vera með forsetasvalir þó maður sé ekki forseti. Verra varð það þó í kjallaranum þar sem húsmóðirin steig í poll þegar hún fór fram úr rúminu. Hjá henni stíflaðist niðurfallið við dyrnar út í garð og íbúðin fór öll á flot. Samt er hún ekkert að þykjast með neinar forsetasvalir.

Hvaðan í ósköpunum kemur allt þetta vatn?

5 ummæli:

Birgitta sagði...

Sko.. það verður uppgufun sem þéttist svo í ský og svo...

Nafnlaus sagði...

.....veiðimenn kíkja svo oft til veðurs að þetta slapp rétt fyrir miðnættið hér á bæ! Gítarleikarar eru meira svona inni - er þa'ggi?

Meðalmaðurinn sagði...

Gítarleikarinn á reyndar fullt af sjálfveiddum laxi í frystinum, en kíkir ekki mikið til veðurs, hvað þá í niðurföll. Held samt að hann kíki næst...

Nafnlaus sagði...

Á hann kannski sjálfveiddan lax sem var veiddur með fótum? Óveðrið varð víst til þess að sumir veiðimenn komust í feitt - stangarlausir!!

Meðalmaðurinn sagði...

HAHA.. nei reyndar var það ekki svo gott :)