05 september, 2008

Tvær stjörnur

Tíminn flýgur áfram
og hann teymir mig á eftir sér....

Raulaði Stubbur fyrir munni sér þegar við gengum í skólana okkar í morgun, hann, ég og miðjan. Síðan þá er ég búin að vera með þennan notalega eyrnaorm í hlustunum.
Ætli ég hætti einhverntíma að tárast þegar ég heyri þetta lag?
Segi bara eins og Tóti afi: maður er orðinn svo meyr á gamals aldri.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvort tárastu meira ef þú hlustar á Ragnheiði eða orginalinn?

Meðalmaðurinn sagði...

Er alltaf að hlusta á originalinn þessa dagana - hann er bestur :)Svo finnst mér líka Emiliana Torrini taka þetta ansi vel.