09 apríl, 2006

súkkulaðisúkkulaðisúkkulaðisjúkur

Ég hef alltaf átt erfitt með að standast súkkulaði, var það ekki Oscar Wilde sem sagði að freistingar væru til að falla fyrir þeim? Hefði samt betur sleppt því að opna þennan risa konfektkassa sem Nina færði okkur frá Danmörku, allavega rétt á meðan það var bara smærri útgáfan af fjölskyldunni viðstödd. En kassinn er kominn upp á skáp, ef þig langar í mola neyðist þú til að kíkja í kaffi. Einn kaldan vetrarmorgun var ég stödd í Leifsstöð með ástmanni mínum á leið til útlanda, bara við tvö. Hann var í símanum (o.k. þrjú!!) og ég að rápa í búðirnar. Ég nennti því nú ekki lengi og keypti mér ekkert súkkuðlaði, af því að mig langaði heldur til að setjast á barinn og fá mér hvítvínsglas. Ég leit stolt á það sem þroskamerki, og geri enn...

...oft langar mig í súkkulaði bara af gömlum vana, old habits die hard...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þakka sko guði og góðum vættum fyrir að hafa náð í heimsókn áður en molarnir guðdómlegu fóru upp í skáp :o).
Takk innilega fyrir mig *slurp*.
B