19 apríl, 2006

Voróróleiki

Voðalegur pirringur er þetta inní mér. Stressa mig yfir öllu og engu, aðallega engu. Finnst stöðugt eins og ég eigi að vera að gera eitthvað annað, sé að gleyma einhverju. Samt er enn langt í próf og róleg helgi framundan. Ætli það hafi ekki verið akkúrat þessi tilfinning sem fékk mig til þess, fyrir 10 árum síðan, að lofa sjálfri mér að ég færi aldrei aftur í skóla - mér hefnist fyrir að svíkja sjálfa mig! Það eru semsagt að verða komin 10 ár síðan ég útskrifaðist úr píanókennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Þá var ég með stutt hár og gleraugu, einhverjum kílóum léttari en í dag en samt komin rúmlega 6 mánuði á leið. Held ég fari á róandi áður en skólinn byrjar næsta haust, svo ég drepi mig ekki alveg á þessu stússi. Svo fer ég til Maríunnar minnar á laugardaginn, þessi elska ætlar að bjarga geðheilsunni fyrir horn.

Svo lifi ég bara á því að þessu verður brátt lokið í bili og ég kemst í langþráð sumarfrí, en núna ætla ég að elda Lasagne - með kotasælu ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara anda inn, anda út, anda inn, anda út og svo framvegis þar til rónni er náð ;).
Ég verð líka að segja að kílóin, síðahárið og mínus gleraugu fara þér mikið betur!
B