21 september, 2006

Aðrir Sálmar

Stubbalingur er orðinn tónlistarspekúlant. Fékk um daginn gamalt tæki frá únglíngnum inn í herbergið sitt og er búinn að vera að prófa sig áfram. Pétur Pan, Berrössuð á Tánum.. þetta vanalega. Svo fór ég og keypti gamlan disk úr smiðju Harðar Torfa; Þel, einhvernveginn endaði sá í spilara Stubbalings og rúllaði þar í nokkra daga. En eitt kvöldið var Hörður týndur, nú var úr vöndu að ráða. Þá greip ég til disksins hana Þrastar Jóhannessonar; Aðrir Sálmar, og örlög fjölskyldunnar réðust á einu kvöldi. Diskinn hefur hann ekki skilið við sig síðan. Sofnar út frá honum á kvöldin, hlustar á 1-2 lög á morgnana, tekur hann með á leikskólann, labbar heim með hann í höndunum (mér er ekki treyst til að halda á honum) og það fyrsta sem gert er þegar komið heim er komið er að setja diskinn í. Svo er sumum lögum sleppt og önnur spiluð aftur og aftur, Gabríela fær t.d. aldrei að syngja, þegar kemur að hennar lögum heyri ég hann tauta; leiinlegt lag... og svo er skipt yfir á næsta. Þannig að ef börnin ykkar eru ekki mikið fyrir tónlist, prófið þá að skipta út Leikskólalögunum og setja almennilega tónlist í ...

Þröst á hvert heimili!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Af einhverjum sökum styð ég þessa tillögu eindreigið. Stubbalingur er góður drengur.

Nafnlaus sagði...

Get ekki sagt að ég viti hver Þröstur er... og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum býst ég ekki við að hann muni hljóma mikið í græjum heimilisins ;) Lengi lifi rokkið!

Anna Malfridur sagði...

Já þetta kannast ég við, Ólöf sofnaði lengi vel bara við BG og Ingibjörg ;)(2-4 ára) og svo þegar hún var orðin um 12 ára þá hvarf diskurinn "best of Beethoven" inn til hennar og hún sofnaði alltaf út frá honum.
Þær eru svoleiðis báðar stelpurnar mínar að þær hafa alltaf sofnað út frá tónlist enda er það ósköp notalegt.