07 september, 2006

Krummi svaf í klettagjá

Hér er ritað við píanóundirleik. Mikið er dagurinn í dag góður og fagur. Hljóðfræðibækur á borðinu, ekki mjög tælandi þó. Enda erfitt að einbeita sér að hljóðfræði þegar Krummi lætur í sér heyra. Fyrir utan borar gamall maður í tröppurnar mínar öðru hvoru, þá líður mér eins og í tannlæknastofunni, engin undankoma. Nema það er undankoma.. út um útidyrnar, ætla að nota þær á eftir og sækja Stubbaling, kannski píanóleikarinn og jafnvel unglingurinn fái sér labbitúr með mér.. hver veit..

En mikið er gaman að eiga barn í tónlistarnámi, mæli með því :)

3 ummæli:

Syngibjörg sagði...

hér verður brátt blásið í þverflautu af Ponsí minni.
Bara gaman:O)

Anna Malfridur sagði...

Það er nú meira leyndóið hver á þessa síðu ;)
Eftir komment á minni síðu þá fór ég að lesa og lesa hérna þar til ég hafði þrengt möguleikana niður í eina manneskju. Djö.... er ég góður spæjari ;) nú held ég áfram að fylgjast með þér hérna!!!

Meðalmaðurinn sagði...

Gott hjá þér Anna Spæjó, vissi að þú þyrftir enga aðstoð við að finna þetta út!