06 september, 2006

Foggy

Þar fór annars góður dagur í súginn. Mjög líklega einn af síðustu sumardögunum. Sól og milt veður, friðsælt og fagurt í Borg Óttans. En ekki í hausnum á mér, þar var sko þoka, rok og rigning. Hræðilegur hausverkur, stöðugur og óstöðvandi sem ekkert virkaði á. Reyndi öll góðu ráðin frá Stóru Systur og Birgittu. Verkjalyf, leggja sig, göngutúr, sturta (eins gott að maður er ekki útivinnandi). En kóræfingin var frábær. Hlakk til að mæta á næsta miðvikudag og vona að þá verði engin þoka í hausnum á mér.

Nú ætla ég að fara og sofa úr mér þokuna.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hljómar svoldið eins og mígreni... Hmmm og það er einmitt mjög týpískt á svona sólardögum!