11 nóvember, 2007

Allt í flækju


Flækjustigið á vinnuborðunum mínum er orðið ansi hátt, eiginlega of hátt til að það sé hægt að einbeita sér að öðru en blogg- og fréttalestri þar. Já, ég bý svo vel að hafa tvö vinnuborð, eitt fyrir bóklegt og annað fyrir verklegt. Þvílíkur lúxus. Veit ekki hvernig ég hefði farið að þessu öllu saman í Mávahlíðinni.

Væri snjallt af mér að nýta kvöldið í tiltekt á borðunum og mæta fersk á "vinnustaðinn" minn stundvíslega klukkan 8:30 - er jú grasekkja fram á miðvikudag.. eða var það fimmtudagur? Fyrst ætla ég samt að bjóða ungunum mínum út að borða, namminamminamm....
(myndin er að sjálfsögðu tekin af verklega borðinu)

2 ummæli:

Birgitta sagði...

Ojojojoj - og svo stel ég þér bara í setningafræði - ég skammast mín!

Syngibjörg sagði...

Lúxus er þetta kona - tvö vinnuborð.......hehe ég líka ligga ligga lái