19 nóvember, 2007

Á öðrum degi í veikindum fékk Stubbalingur nóg af vídeóglápi og ákvað að taka til hendinn á heimilinu. Ekki var vanþörf á að skúra, enda húsmóðirin með eindæmum skúrilöt. Því tók drengurinn sig til og skúraði alla neðri hæðina, megnið af tímanum söng hann við vinnuna til að auka móður sinni yndi.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Steinn fór veikur heim í dag, ekki datt honum í hug að skúra, lá bara og svaf og las svo Dauðadjásnin

Birgitta sagði...

Hann er þvílíkur fengur fyrir tilvonandi Frú Stubbalínu :o).

Nafnlaus sagði...

Spurning um að fá hann sem Au-pair, vantar honum ekki vasapening ;) Annars er Nína Rakel farin að sakna hennar Mörtu sinnar :)

Syngibjörg sagði...

Ef hann verður ekki eftirsóttur í framtíðinni þá er ég illa svikin.

Anna Malfridur sagði...

Þvílíkur gullmoli :)

Nafnlaus sagði...

Hann hefur þetta frá pabba sínum, ekki spurning

Meðalmaðurinn sagði...

þakka hlý orð í garð sonar míns, hann er gullmoli svo mikið er víst. Áhugavert þetta síðasta komment, hver skyldi eiga það :P

Anna Malfridur sagði...

Ahaaa, á gítarleikarinn kannski leyndan aðdáanda?? Þú verður að halda fast í hann góða mín....!

Nafnlaus sagði...

Ojojoj! Mikið veikt barn sem langar til að skúra..!!!!