07 nóvember, 2007

Sagan endalausa

Heyrast skruðningar úr þvottahúsi.
Húsmóðir kíkir inn fyrir.
Fugl í glugganum.
Lokað í hvelli.
Meiri skruðningar og læti.
Hvar er kötturinn?
Held að hann sé úti.
Hjúkkitt.
Kíkt inn 2 tímum síðar.
Skyldi húsmóðir ná að taka úr vél og stinga í þurrkara?
Á móti hennar skokkar kötturinn.
Með sælusvip.
Núna er trúlega lík í þvottahúsinu.
Og kötturinn allur í flóm.
Ojbarasta.
Vona að meindýraeyðirinn komst fyrir helgina.

5 ummæli:

Birgitta sagði...

Ojjjj bara. Mikið finn ég til með ykkur.
Geturðu ekki eitrað fyrir bévítans fuglunum?

Syngibjörg sagði...

Þér var nær að flytja múhahahah...

Nafnlaus sagði...

Oj oj oj... bitið mitt er loksins að fara :) Ætli ég komi nokkuð aftur í heimsókn fyrr en er búið að eyða þessu öllu!! En það er nú samt spurning að hafa starra í jólamatinn í staðinn fyrir rjúpu, þar sem veiðist svona lítið af rjúpu ;) OJ

Anna Malfridur sagði...

Vissirðu að starrinn er svakalega gáfaður fugl? Hann getur lært að tala og gera ótrúlegustu hljóð ;)
Spurning um að ná einu kvikindi og temja það, hehehe....
Nei ég veit að þetta er ömurlegt og þú átt alla mína samúð :(

Meðalmaðurinn sagði...

-Sko, búin að ná í meindýraeyði sem vonandi kemur sem fyrst.
-Súpan var ekki jafn góð og hjá þér Syngibjörg, en nokkuð góð samt
-Anna og Arna, ykkur er velkomið að ná ykkur í Starra, hvort sem er til uppeldis eða áts. Bara ekki auglýsa það of mikið því að hann er víst friðaður helv... kvikindið!