22 apríl, 2008

Flóabardagi

Ekkert gerist utanhúss annað en að starrarnir eru búnir að vera á fullu í hreiðurgerð í þakskegginu okkar. Birgitta benti mér á að þetta væri ekki þríbýli heldur fjölbýli, mikið til í því. Er ekki viss um að ég vilji vita hvað það búa mörg hjón í þakinu sem eru að undirbúa fjölgun.

Allavega, fólkið á neðri hæðinni er fólk framkvæmda, eins og áður hefur komið fram. Í gærkvöldi ræsti Neðrihæðarmaðurinn út eitt stykki Gítarleikara, nú skyldi ráðist til atlögu. Til stóð að henda út hreiðrum og fylla upp í göt og glufur. Neðrihæðarmaðurinn er búinn að vera upp og niður stiga í allan dag (eiginlega bara fleirihæðarmaður) og í kvöld bættist Gítarleikarinn við. Reyndar tekst sjaldnast að ná til hreiðranna, heldur er bara sprautað kvoðu í götin svo að fuglarnir komist ekki í þau. En hvað svo? Ég er hræddust um að nú sé komið að meiri háttar flóabardaga, flærnar leiti inn á við þegar fuglinn er horfinn. En ég treysti á að fjólublái spreybrúsinn frá Ameríku geri sitt gagn og að flærnar hafi stuttan líftíma án hitans frá fuglunum.

Ég lagði málstaðnum lið með því að sjá Fló á skinni á Akureyri s.l. laugardagskvöld. Núna á ég hins vegar að vera að leggja lokahönd á heimaprófið sem á að skila á morgun. Gangi mér vel, já takk.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jahérna hér! Bara stríð! Var gítarleikarinn nokkuð búinn með allan lakkrísinn þegar þú komst heim úr leikhúsinu......! :)

Meðalmaðurinn sagði...

nehhh.. skildi eitthvað smá eftir fyrir mig - endilega sendu mér reikningsnúmer og kennitölu svo ég get lagt inn á ykkur :)

Nafnlaus sagði...

Geri það......!