09 apríl, 2008

Hvaða snjór er þetta eiginlega?

Þegar þetta hvíta fór að frussast ofan af himninum í gærkvöldi, var ég nokkuð viss um að það yrði horfið þegar ég vaknaði. Eða farið á hádegi í síðasta lagi. Var ekki eins viss í morgun þegar við löbbuðum út í morguninn, í kuldaskóm og með útigalla á öxl. Ég slapp allavega við "bannnaðaðstíga'ástrik" en teygði mig í grýlukerti á umferðarljósi í staðinn.


Mig langar í Gamla bakaríið....



(Fékk myndina lánaða hjá Ásthildi Cecil, af því að hún er svo flottur ljósmyndari og ég á enga mynd af þessu frábæra bakaríi í fórum mínum)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kringlurnar hjá Bakarun á Hjólinu í Alfheimum eru næstum alveg eins og í gamla, keyri alla vega stundum úr Kópavogi þegar að þessi nostralgía grípur mig.
kv Fanney

Syngibjörg sagði...

ligga ligga lái....ég fór í Gamla í dag...

Nafnlaus sagði...

....mjúkar kringlur........