04 apríl, 2008

Vor í lofti?

Leið eins og ég væri stödd í stórborg í sólinni í morgun. Þegar ég beið eftir að komast yfir Miklubrautina á gönguljósum var ég allt í einu föst inni í hrúgu af mannfólki, tveir á hjólum, hjón með hund, maður með bakpoka og ég. Hver ætli sé ástæðan, vor í lofti, hátt bensínverð.. maður spyr sig!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Miðað við kuldann sem ég upplifði í göngutúrnum í morgunn held ég að það hljóti að vera hátt bensínverð!