29 ágúst, 2008

Það hvessir

Jú það hvein hressilega í Stigahöllinni í nótt og í morgun... og gerir reyndar enn. Ég heyrði líka fréttirnar um fjúkandi trampólin og stillansa. En komm onn - við erum nú ekkert of góð til að trítla hérna yfir holtið í skólann.
Ég og miðjan leiddum Stubbinn á milli okkar og héldum fast í hvort annað til að enginn fyki í burtu. Svo lofaði ég að koma á bílnum að sækja þau eftir skóla ef það væri ekki búið að lægja all svakalega.

Regn- og roktímabilið er greinilega hafið.

3 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Gott að heyra að Stubbur sé orðinn sáttur við skólann.
Og já ég skrópaði víst í Stigahöllina síðast -en ætli ég þurfi ekki á gistingu að halda næst þegar ég kem svo það er aldrei að vita nema ég fái að fleygja mér hjá þér.

Birgitta sagði...

Stefnir allt í að þú þurfir að sækja börnin - alla vega er ennþá hífandi fjúkandi hérna í sveitinni.

Nafnlaus sagði...

Óþolandi rok!!!