03 apríl, 2006

Danskir dagar

Æ hvað maður er fatlaður að geta ekki talað dönsku almennilega. Get svona bjargað mér, ekki meira en það, finnst vanta fulllllllt af orðum í orðaforðann, skyldi það vera æfingaleysi? Mamma var nú dugleg að pota að mér bókum á dönsku hérna í eina tíð, ég meira að segja las þær. Hef alltaf verið mjög hlýðin dóttir.. er það ekki mamma?

En ungu dömurnar eru allavega farnar í bíó, mín var alveg að deyja úr vandræðagangi áðan og sú danska líka. Ekki lagaðist það þegar Óli dró fram myndaalbúmin og vildi endilega fara að sýna stúlkunni myndir. Þetta verðu skemmtileg vika. Dansk og dejlig.

Hilsen P.Jensen
(nei sko nú verðurðu að fara að segja mér söguna frú B!!)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, minntu mig endilega á söguna á föstudaginn!
Singstar og skemmtisögur í fámennum hópi - er það ekki bara eðal útfrá íslensku- og lífsleiknimarkmiðum???
B

Nafnlaus sagði...

Hmmm, en hvar höfðuð þér hugsað yður að koma stærðfræðinni að fröken B?

Nafnlaus sagði...

Halló, danska hvað.

Nafnlaus sagði...

Það fylgir sögunni - þegar hún kemur ;).

Miss B