12 september, 2006

Reikningsdæmi

Sit hér og reikna af mér rassinn, spennan í hámarki! Þetta með skort á stærðfræðiáhuga vil ég tengja áðurnefndum skorti á umhverfisgreind. Mér til tekna má þó teljast bæjarferð á hlúnknum s.l. fimmtudag, þar sem ég lagði í bílastæði í Kringlunni (fór bara nógu seint heim til að ég kæmist örugglega út úr stæðinu), OG niður í Borgartún á föstudaginn þar sem ég þurfti ekki bara að leggja heldur líka BAKKA ÚT ÚR STÆÐINU og það á háannatíma!!! Þetta sýnir mátt viljans yfir vanmættinum. Ég get það ef ég vil það. Kannski er ég líka smátt og smátt að efla umhverfisgreindina mína.

Held það bara!!

3 ummæli:

Meðalmaðurinn sagði...

Fyrsti linkurinn minn.. og virkar!

Anna Malfridur sagði...

Ha ha ha, get ekki annað en hlegið eftir að hafa lesið bloggið um umhverfisgreindina. Ég þarf ennþá oftast að miða hendurnar við píanóið til að glöggva mig á hægri og vinstri:)

Nafnlaus sagði...

Úff, púff, stærðfræði smærðfræði :(.
Kannski VIL ég bara ekkert læra stærðfræði og gengur þess vegna svona illa með hana?
Er ekki hægt að láta dáleiða í sig stærðfræðiáhuga?
B