12 september, 2006

Svefnvenjur

Það er víst nógu slæmt að vera að borða kvöldmatinn sinn klukkan hálf-tíu þó maður fái sér ekki gos með. Held ég sleppi gosskammtinum í dag, eins og ég væri til í 1 glas af Pepsi-Max (á það ekki heldur til og nenni ekki í búðina)!!

En segið mér fróðir menn, er eðlilegt að Stubbalingur, 4 og hálfs árs, liggi andvaka í rúminu til að verða 10? Þó svo hann vakni ekki seinna en 7:30?. Nei maður bara spyr sig.

Stærðfræði er ógeð og ég nenni ekki meir þó ég sé ekki búin með það sem var sett fyrir morgundaginn, já ég veit að það er heil vika síðan. Só??????

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann virðist hafa andvökugenið sem elsta systir hans fékk, aumingjans drengurinn. Er ekki erfitt að vekja hann á morgnana?

Meðalmaðurinn sagði...

nebb, ekki ennþá, gæti þó breyst með lækkandi sól og auknu morgunmyrkri..

Syngibjörg sagði...

Aumingja stubbalingur, hvað með að þreyta hann áður en hann fer að sofa með t.d göngutúr og hlaupi einn hring í kringum húsið?
Virkaði stundum á Monna frænda hans.