Þekki kennara sem var að kenna 11-12 ára börnum síðasta vetur. Yndisleg kona, vanþakklátt starf. Náttúruunnandi, sér alltaf það góða í fari annarra. Las Litlu stúlkuna með eldspýturnar fyrir bekkinn á litlu jólunum, svo fallega að ég táraðist, hún reyndar líka. "Unglingarnir" skildu ekkert í þessari tilfinningasemi.
Sem ég gekk heim af leikskólanum í morgun, eftir að hafa skilað af mér Stubbaling, heyri ég óm af syngjandi börnum og staldra við. Kemur ekki þessi fyrrnefndi kennari, með fyrstubekkingana sína í tvöfaldri röð á eftir sér, leiðandi eitt krílið sér við aðra hönd og með lauflaðasýnishorn í hinni. Hún söng hástöfum í regnkápunni sinni og krílin tóku flestöll undir. Vona að þau kunni betur að meta hana en ungmennin í fyrra...
15 september, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Já tek ofan hatt og hárkollu fyrir þessum kennurum - mest vanþakklátasta starf ever.... það á að heiðra þetta fólk (allavega þá sem eru að gera sitt...)
Sem sagt rakst inn á þessa síðu og þekkti mína konu.... kem kannski til með að fylgjast betur með þér hér.... ekki tekst mér að taka upp símann!!"!
nehhh, Helga Bryndís!! Velkomin, gaman að sjá þig hér. Stend einmitt enn við símann og bíð eftir að þú hringir, eins og þú lofaðir :)
Söngur kætir hressir og bætir, gefur góða lund og glatt sinni.
Kennarar eru snillingar, það eru bara svo fáir sem fatta það, því miður.
Skrifa ummæli