19 nóvember, 2006

Búin að moka frá...

Buhuuuu... Besti dagur ársins og ég hef engan að leika við. Allt í lagi með stelpurnar sem eru hjá pabbanum og geta leikið úti að vild, verra með Stubbaling. Hann er veikur í dag, með magakvalir og hausverk. Klukkan er hálfsjö og hann var að sofna í annað skiptið síðan í morgun, þess á milli dormar hann í sófanum. Litla krúttið mitt. Eins og hann hefði nú haft gaman af að fara út á sleðann sinn, eða búa til snjókall í garðinum. En ansi er nú bakið mitt lélegt í mokstur..

Engin ummæli: