20 nóvember, 2006

Mjótt mitti hvað??

Ef maður setur Kellog's special K í skál og mjólk út á, lætur það svo standa í klukkutíma eða svo, þá drekkur það í sig alla mjólkina og verður að þykku ólystugu mauki. Ætli það sé þetta sem gerist í maganum á okkur, kornfleksið bólgnar svo út að það er ekki pláss fyrir neitt meira í marga tíma á eftir.. og þess vegna á að heita að það sé GRENNANDI!! Sjensinn að maður falli fyrir svona auglýsingaskrumi..

(..og hvað varð svo um litina hjá Blogger, get ekki séð að ég geti skreytt þessa færslu með kelloggsrauðu eins og ætlunin var þó)

3 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Þú hefur komist að miklu leyndarmáli sem þeir hjá Kelloggs reiknuðu ekki með að við konur gætum áttað okkur á. Þessvegna halda þeir að það sé hægt að selja okkur allt. Neibb, ekki meðalmanninum, húrra fyrir honum:O)

Nafnlaus sagði...

Ég þekki eina sem tekur alltaf K-Kornfleks með sér í vinnuna.....hef reyndar aldrei séð hana með mjólk.......

Nafnlaus sagði...

Svo er special K bara mikið óhollara en venjulegt kornflexs, seríós, weetabix og flestur annar morgunmatur sem er ekki bara sykurleðja.
B